Unnið að stækkun gistiheimilisins á Hofgörðum

Á Hofgörðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi er rekið gistiheimili þar sem tekur er á móti stórum og smáum hópum í gistingu. Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun gistiheimilisins. Undirbúningur að verkinu hófst í janúar 2016 og var byrjað á sökkli nýbyggingarinnar í október fyrir ári. Ekki er komin dagsetning á hvenær framkvæmdum mun ljúka en eigandinn sjálfur hefur séð um vinnuna með aðstoð heimilisfólks. Nýja viðbyggingin er 800 fermetrar og þegar hún verður tilbúin verða þar 12 herbergi með baði. Einnig verður um 200 fermetra salur með tilheyrandi útbúnaði fyrir veitingasölu og verður hægt að taka á móti allt að 100 manns. Móttaka gistiheimilisins verður í nýja húsnæðinu ásamt morgunverðarsal og mun aðstaða fyrir starfsfólk og til þvotta batna til muna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir