Þorsteinsmót í tvímenningi verður 24. nóvember

Laugardaginn 24. nóvember næstkomandi er fyrirhugað að halda Þorsteinsmót í tvímenningi í bridds. Spilað verður í Logalandi í Reykholtsdal og byrjað á hádegi. Mótið var fyrst haldið fyrir ári síðan og reyndist eitt sterkasta briddsmót sem haldið hefur verið í landshlutanum. Þetta er silfurstigamót og haldið til minningar um Þorstein Pétursson kennara frá Hömrum sem lést 2017. Þorsteinn var ötull forvígismaður briddsíþróttarinnar, kenndi spilið víða í héraðinu og tók virkan þátt í félagsstarfi hreyfingarinnar. Bridgefélag Borgarfjarðar varð m.a. undir forystu Þorsteins annað stærsta briddsfélag landsins. Það var Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum sem sér um skipulagningu mótsins ásamt Þorvaldi Pálmasyni og félögum í Bridgefélagi Borgarfjarðar. Skráning fer fram á vef Bridgesambands Íslands; bridge.is.

Á fyrsta mótinu voru heimamenn sigursælir, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Líkar þetta

Fleiri fréttir