Gonzalo Zamorano fagnar marki fyrir Víking Ó. í 1. deildinni á nýliðnu keppnistímabili. Hann hefur nú fært sig um set á Vesturlandinu og mun leika með ÍA í Pepsi deildinni næsta sumar. Ljósm. úr safni/ af.

Gonzalo Zamorano semur við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur gert tveggja ára samning við spænska sóknarmanninn Gonzalo Zamorano. Mun hann því leika með liðinu í Pepsi deild karla næsta sumar.

Gonzalo lék stórt hlutverk í liði Víkings Ó. í 1. deildinni á liðnu sumri og skoraði tíu mörk fyrir Ólafsvíkurliðið sem hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Áður hafði hann raðað inn mörkum fyrir Huginn í 2. deildinni og verður ÍA því þriðja íslenska félagið sem hann leikur með.

Gonzalo er fæddur árið 1995 og kveðst fullur eftirvæntingar að sanna sig í Pepsi deildinni. „Ég er mjög glaður að skrifa undir fyrsta atvinnumannasamninginn minn við ÍA og get ekki beðið eftir upphafi deildarinnar og nýjum áskorunum sem framundan eru,“ er haft eftir Gonzalo í tilkynningu á vef KFÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir