Skagamenn ásamt stjórn. Ljósmyndir: Guðmundur Bjarki Halldórsson.

Styrkja fótboltann vegna góðs árangurs

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í liðinni viku var samþykkt tillaga Rakelar Óskarsdóttur bæjarfulltrúa um að veita KFÍA styrk að fjárhæð ein milljón króna vegna árangurs meistaraflokks og annars flokks karla í knattspyrnu í sumar. Meistaraflokkur karla sigraði eins og kunnugt er í Inkasso deildinni og fer sem sigurvegari í Pepsí deildina að ári.  Annar flokkur karla varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár í A-riðli Íslandsmótsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir