Bleikur himinn á bleikum föstudegi

Föstudagurinn 12. október var Bleiki dagurinn. Hann hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og hápunktur bleika októbermánuðarins. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Dagurinn er tileinkaður vakningu fyrir brjóstakrabbameini.

Meðfylgjandi mynd var tekin úr blokkinni á Sólmundarhöfða yfir Langasand og byggðina á Akranesi. Síðdegis þennan dag var, eins og eftir pöntun, himininn fagurbleiklitaður og baðaði landið sérstökum ljóma í tilefni dagsins. Meðfylgjandi mynd tók Sigríður Gróa Kristjánsdóttir af heimili sínu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir