Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins og 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Ljósm. kgk.

Vill ekki málaflokkur landbúnaðar verði veiktur

Sigurður Páll Jónsson, fulltrúi Miðflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, hefur krafist fundar í atvinnuveganefnd eins fljótt og verða vill. „Ástæðan er sú fyrirætlan ráðherra að færa málaflokk matvæla og landbúnaðar undir skrifstofu alþjóðamála í atvinnuvegaráðuneytinu og þar með að veikja og draga úr vægi landbúnaðar í ráðuneytinu,“ segir í tilkynningu. „Þá vekur nýfallinn dómur Hæstaréttar ýmsar spurningar. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki frjálsar hendur um setningu reglna um innflutning á hrárri kjötvöru, heldur sé bundið af ákvæðum í viðauka EES-samningsins. Nauðsynlegt sé að fulltrúar bænda og ráðherra landbúnaðarmála upplýsi nefndina um stöðu mála,“ segir Sigurður Páll.

Líkar þetta

Fleiri fréttir