Minningartónleikar í Borgarneskirkju í kvöld

Í kvöld klukkan 20 verður Minningarsamvera í Borgarneskirkju. Þar verður Atla Snæs Jónssonar minnst, en í dag eru 22 ár frá fæðingu hans og ríflega 20 ár frá því hann lést. Ýmsir listamenn munu stíga á stokk. Má þar nefna Svavar Knút, Þóru Sif, Daða, Anítu, Viðar og Barböru.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum, en söfnunarbaukur verður í anddyri til styrktar Barnaspítala Hringsins.

Sjá nánar viðtal við móður Atla Snæs í Skessuhorni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir