Mikil breyting á veginum um Saurbæ í Dölum

Eins og vegfarendur í Saurbæ í Dölum urðu varir við á ferðum sínum þar síðastliðinn vetur og í sumar voru þar miklar vegaframkvæmdir. Þar voru starfsmenn Borgarverks að störfum en vegurinn var breikkaður og byggður upp á um 5,7 kílómetra kafla. Þá voru vegaxlir jafnaðar og kantarnir gerðir flatari til að auka öryggi vegfarenda. Verkið er nú vel á veg komið og búið er að leggja fyrra slitlag af klæðningu yfir veginn. Seinna lagið verður svo lagt næsta vor og lýkur þá verkinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir