Mikil breyting á veginum um Saurbæ í Dölum

Eins og vegfarendur í Saurbæ í Dölum urðu varir við á ferðum sínum þar síðastliðinn vetur og í sumar voru þar miklar vegaframkvæmdir. Þar voru starfsmenn Borgarverks að störfum en vegurinn var breikkaður og byggður upp á um 5,7 kílómetra kafla. Þá voru vegaxlir jafnaðar og kantarnir gerðir flatari til að auka öryggi vegfarenda. Verkið er nú vel á veg komið og búið er að leggja fyrra slitlag af klæðningu yfir veginn. Seinna lagið verður svo lagt næsta vor og lýkur þá verkinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira