Fyrr í dag leiðbeinindi Daði Freyr Guðjónsson dansari nemendum í Klettaborg í dansi. Ljósm. arg.

Leikskólinn Klettaborg er 40 ára í dag

Í dag eru 40 ár frá því leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi var fyrst opnaður. Af því tilefni var mikið húllumhæ í leikskólanum í dag þegar blaðamaður Skessuhorns leit í heimsókn. Börnin mættu ýmist í sínu fínasta pússi eða búningum í tilefni dagsins og gæddu sér á afmælisköku og höfðu gaman saman. Klukkan 15 verður leikskólinn svo opnaður fyrir gesti og gangandi sem vilja fagna deginum með börnum og starfsfólki.

Leikskólinn Klettaborg var fyrst opnaður við Borgarbraut 11. október 1978 á afmælisdegi Svövu Gunnlaugsdóttur þáverandi leikskólastjóra og Húnboga Þorsteinssonar sveitarstjóra. Fyrst þegar leikskólinn var opnaður var honum skipt í tvær deildir. Börnin gátu aðeins fengið vistun hálfan daginn, annað hvort fyrir eða eftir hádegi en lokað var í hádeginu. Árið 1991 var opnuð þriðja deildin og var þá boðið upp á vistun allan daginn á þeirri deild.

Líkar þetta

Fleiri fréttir