Frístundamiðstöðin við Garðavöll á Akranesi. Framkvæmdum utanhúss er nánast lokið og framkvæmdir inni eru komnar af stað. Hér sést sú hlið hússins sem snýr út á völl.

Framkvæmdir við frístundamiðstöð á Akranesi ganga vel

Framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi hófust seinni hluta janúarmánaðar. Byrjað var að grafa fyrir húsinu í kjölfarið og voru fyrstu veggeiningar reistar á vormánuðum. „Hér hefur allt verið á fleygiferð síðan fyrsta skóflustungan var tekin í janúar og nú er svo komið að framkvæmdum utanhúss er nánast lokið og framkvæmdir inni eru komnar af stað,“ segir Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, í samtali við Skessuhorn.

„Staðan á verkinu er sú í dag að steypuvirkið er allt risið og húsið er nánast alveg tilbúið að utan. Þakfrágangi er að mestu lokið og núna er unnið að frágangi utanhúss og undirbúningi við steyptar stéttar og plön. Innanhúss er búið að reisa milliveggina og framundan er málningarvinna og spörslun. Vinna við raf- og pípulagnir verður unnin samhliða því,“ segir Guðmundur. „Næst á dagskrá er að velja gólfefni og setja það niður. Í lok október hefst vinna við að koma inniaðstöðu félagsmanna í gagnið í kjallara hússins.“

 

Guðmundur segir nánar frá framkvæmdunum í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir