Birta Rán Björgvinsdóttir. Ljósm. glh.

„Draumurinn er að geta lifað á þessu“

Ljósmyndarinn og kvikmyndagerðakonan Birta Rán Björgvinsdóttir situr sjaldan auðum höndum og gerir í því að skora á eigin sköpunargleði eins oft og reglulega og hún getur. „Ég get ekki verið að gera það sama dag eftir dag. Ég vil fjölbreytni og ég sækist í hana. Það að geta gert mismunandi hluti á hverjum einasta degi, takast á við nýjar áskoranir hverju sinni og vera stöðugt að læra og vaxa sem einstaklingur er æðislegt og ég get ekki hugsað mér að lifa lífinu öðruvísi,“ segir Birta Rán. „Ég verð svo rosalega eirðarlaus ef ég er ekki að gera eitthvað uppbyggjandi og skapandi.“

Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Birtu á dögunum til að spjalla um Andvara og hvernig það er að fóta sig í kvikmyndaheiminum hér á Íslandi. Lesa má viðtalið við Birtu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir