Ljósm. úr safni.

Sýningin Íslenskur landbúnaður um helgina

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 12. til 14. október næstkomandi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar, verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Laugardalshöll. Þegar hafa um eitt hundrað sýningaraðilar pantað bása bæði á úti- og innisvæði sýningarinnar og er uppselt. Jafnframt er haft eftir Ólafi í tilkynningu að mest komi á óvart hve fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Íslandi. „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá íslenskum býlum heldur stunda bændur ferðaþjónustu í æ meira mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað og allt verður þetta kynnt á sýningunni. Það verður ekki bara hægt að smakka og kynnast nýjungum í íslenskri matvælaframleiðslu heldur líka nýjustu tækjum og tólum og ýmsu fleiru. Og svo verður afar áhugaverð fyrirlestrardagskrá,“ segir Ólafur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira