Teikning að hreystigarðinum. Ljósm. Akraneskaupstaður.

Hreystigarður fyrir fullorðna á döfinni á Akranesi

Bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að settur yrði upp hreystigarður fyrir fullorna á Langasandssvæðinu. Verður garðurinn fyrir neðan Akraneshöllina. Hreystigarðurinn verður útbúinn átta líkamsræktartækjum með gervigras sem undirlag og gróður í kring til skjól- og rýmismyndunar. Sömuleiðis verða sett upp upplýsingaskilti sem sýna m.a. hvernig nota megi tækin til fjölbreyttar líkamsræktar.

Tækin sem sett verða upp í hreystigarðinum koma frá danska fyrirtækinu Norwell og eru sérstaklega ætluð til heilsueflingar utandyra. Fyrirtækið hefur m.a. sett upp sambærilega garða í Reykjavík og Kópavogi. Tækin eru vottuð og pólýhúðuð með hertu gúmmíi sem kemur í veg fyrir að þau ryðgi eða festist.

Heildarkostnaður við uppsetningu hreystigarðsins er um sex milljónir króna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira