Bingó til stuðnings þjóðarátakinu Ég á bara eitt líf

Í gær hélt Góðgerðarfélagið Eynir (GEY) í Fjölbrautaskóla Vesturlands bingó til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra. Húsfyllir var í sal FVA og seldust bingóspjöldin nánast upp. Nemendur sem stóðu fyrir viðburðinum voru margir hverjir fyrrum skólafélagsar Einars Darra. Salurinn var smekklega skreyttur og myndaðist notaleg stemning meðal gesta og nemenda sem stóðu fyrir viðburðinum. Fjölmörg fyrirtæki gáfu vinninga og safnaðist því dágóð upphæð í sjóðinn. Í aðalvinning var málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason.

Líkar þetta

Fleiri fréttir