Bjarnheiður Jóhannsdóttir leirlistakona á Jörva í Haukadal. Ljósm. arg.

Settust að á Jörva í Haukadal og opnuðu leirverkstæði

Hjónin Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Reynir Guðbrandsson fluttu úr Hafnarfirði í Dalina fyrir fjórum árum og hafa nú byggt sér íbúðarhús og leirverkstæði á Jörva í Haukadal. Bjarnheiður tók vel á móti blaðamanni Skessuhorns fyrr í mánuðinum og sagði frá lífinu í Dölunum, störfunum á leirverkstæðinu og framkvæmdunum á Jörva. „Í Hafnarfirði unnum við bæði krefjandi störf og álagið var oft mjög mikið. Við fengum eiginlega nóg og fluttum því hingað sem hefur verið mjög frelsandi. Við erum í raun enn að vinda ofan af okkur og læra að taka því rólega,“ segir Bjarnheiður um leið og hún þeytist um eldhúsið og undirbýr komu fólks á leirvinnslunámskeið síðar sama dag. „Ég á von á fólki hingað að læra um íslensk jarðefni í keramiki og þá sérstaklega um Búðardalsleirinn.“ Barnheiður hefur lokið meistaranámi í keramik við háskóla í Ungverjalandi og kennir leirvinnslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Ég keyri enn suður til að kenna annað slagið, ég gat ekki alveg sleppt því,“ segir hún og hlær. „Mér þykir alltaf gott að hafa nóg að gera,“ bætir hún við og sest niður með blaðamanni.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir