Þau voru heiðruð fyrir störf sín í þágu sveitarstjórnarmála á Vesturlandi. F.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Sturla Böðvarsson, Ása Helgadóttir og Kristján Þórðarson ásamt Rakel Óskarsdóttur, fráfarandi formanni SSV.

Reynsluboltar í sveitarstjórnarmálum heiðraðir

Boðið var til sérstaks hátíðarkvöldverðar sl. fimmtudagskvöld á haustþingi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldið var á Bifröst á fimmtudag og föstudag. Þar voru heiðraðir reynslumiklir sveitarstjórnarfulltrúar af Vesturlandi; Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit, Björn Bjarki Þorsteinsson Borgarbyggð, Ingibjörg Pálmadóttir Akraneskaupstað, Kristján Þórðarson Snæfellsbæ og Sturla Þórðarson Stykkishólmsbæ. Öll eiga þau það sammerkt að hafa setið í sveitar- og bæjarstjórnum á Vesturlandi í 16 ár eða lengur, þar til fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV og Rakel Óskarsdóttir, fráfarandi formaður SSV, færðu fimmmenningunum listaverk að gjöf sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir