Borgfirskir briddsarar hefja vetrarstarfið

Næstkomandi mánudagskvöld hyggjast félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar setjast við spilaborðið eftir sumarfríið. „Við hefjum leik á mánudaginn kemur, stundvíslega klukkan 20. Það eru allir spilarar velkomnir til okkur, en við munum slípa saman mannskapinn með stökum tvímenningskvöldum til að byrja með,“ sagði Ingimundur Jónsson fjölmiðlatengill BB í samtali við Skessuhorn. Sem fyrr verður spilað í Félagsheimilinu Logalandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira