Fulltrúar Erasmus+ samstarfsverkefna á sviði leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt Andrési Péturssyni verkefnisstjóra og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

Þrír skólar á Vesturlandi fá styrk úr menntahluta Erasmus+

Rannís hefur útlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar, samtals um þremur milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfsverkefna. Mikil aukning varð á úthlutun til leik-, grunn- og framhaldsskóla, en veittur var styrkuð til þátttöku íslenskra skóla í 37 verkefnum.

Þrír skólar á Vesturlandi fá styrk úr menntahluta Erasmus+ í ár og öll falla þau verkefni undir flokkinn samstarf skóla. Í þeim flokki voru styrkt 34 verkefni þar sem megináherslan er á samstarf skóla, starfsmanna þeirra og nemenda. „Aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki og veitir þetta skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun,“ segir í tilkynningu á vef Erasmus+ verkefnisins. Skólarnir þrír á Vesturlandi sem fengu styrk að þessu sinni eru Brekkubæjarskóli á Akranesi, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Grunnskólinn í Borgarnesi.

Brekkubæjarskóli fær styrk sem nemur 34.694 evrum vegna verkefnisins „And… action!“, Fjölbrautaskóli Snæfellinga fær styrk upp á 34.890 evrur vegna verkefnisins „Science around us“ og Grunnskólinn í Borgarnesi fær 34.156 evra styrk vegna verkefnisins „Enjoyable MATHS“.

Líkar þetta

Fleiri fréttir