Krakkar sýndu listir sínar fyrir áhorfendur. Ljósm. glh.

Kenpo Karate í Borgarnesi

Það voru spenntir krakkar sem tóku við appelsínugula beltinu í Kenpo Karate tímanum í Borgarnesi í síðustu viku. Þar sýndu krakkarnir mismunadi aðferðir í sjálfsvörn fyrir foreldra. Sýningin endaði svo á beltis-afhendingu og krakkar fengu að spreyta sig í að brjóta spýtu í kjölfarið.

Í þolfimisalnum í íþróttamiðstöðinni er Kenpo Karate kennt þrisvar í viku en þetta er nýjung í sveitarfélaginu og hefur aldrei boðist íþróttaiðkendum þar áður. Kenpo Karate er núna að nálgast eins árs afmæli í Borgarnesi en þetta er ákveðin tegund af Karate sem þróaðist í Bandaríkjunum og á betur við í dag. Karate kemur þó upprunalega frá Japan og er aldagömul bardagalist. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Móses K. Jósefsson sem býr yfir 30 ára reynslu í Kenpo Karate. Hann fékk svarta beltið 19 ára gamall og kenndi í mörg ár í Chile. Kenpo ferill Móses hófst á Íslandi árið 2007 en hann byrjaði að kenna nemendum í Borgarnesi fyrir rúmu ári. Í Kenpo Karate er lögð mikil áhersla á aga og virðingu, ekki einvörðungu í íþróttinni heldur lífinu öllu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir