Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri og Valdís Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, tóku á móti gestum með brosi á vör.

Leikskólinn Teigasel á Akranesi tuttugu ára

Leikskólinn Teigasel á Akranesi fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á fimmtudaginn í síðustu viku. Nemendur og starfsfólk skólans fögnuðu með því að ganga í skrúðgöngu á Akratorg, íslenski fáninn var dreginn að húni við leikskólann og eftir hádegi var opið hús fyrir foreldra, ömmur, afa, frænkur og frændur barnanna. Upp um alla veggi leikskólans mátti finna gamlar myndir og gullkorn úr munnum barnanna allt frá opnun leikskólans á haustmánuðum árið 1998. Margrét Þóra Jónsdóttir, leikskólastjóri Teigasels, var að vonum ánægð með daginn og tók með brosi á vör á móti ljósmyndara Skessuhorns sem kíkti við á fögnuðinum. Greinilegt var að bæði starfsfólk og nemendur skólans voru í sínu besta skapi þennan milda september dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir