Tryggvi Harðarson ráðinn sveitarstjóri Reykhólahrepps

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum síðdegis í gær að ráða Tryggva Harðarson í starf sveitarstjóra. Tryggvi var einn af 17 umsækjendum um starfið. „Áralöng reynsla hans af sveitarstjórnarmálum og sú staðreynd að hann skoraði hæst í hæfnismati Capacent réðu úrslitum um ráðningu hans,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en Tryggvi hefur m.a. setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og starfað sem sveitarstjóri á Seyðisfirði og í Þingeyjarsveit. „Sveitarstjórn býður Tryggva velkominn og vonast til að eiga gott samstarf við hann um málefni sveitarfélagsins.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira