Tóku þátt í sumarlestri í Snæfellsbæ

Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bókasafn Snæfellsbæjar stóðu fyrir sumarlestri í þriðja skiptið í sumar. Í sumarlestrinum voru nemendur hvattir til að lesa yfir sumarið en mikilvægt er að nemendur lesi í fríum eins og jóla-, páska- og sumarfríum. Þátttakan í sumar var svipuð og síðasta sumar en um 30 nemendur tóku þátt. Til að taka þátt þurftu nemendur að skrá í lestrarpésa stutta umsögn um bækur sem þeir lásu og skila inn í lok ágúst. Tveir nemendur voru dregnir út úr hópi þeirra sem skiluðu inn lestrarpésum. Úr 1. til 5. bekk var það Arnar Valur Matthíasson sem var dreginn út og hjá 6. til 10. bekk var það Sesselja Lára Hannesdóttir. Fengu þau IPada í verðlaun. Hér eru verðlaunahafar ásamt Hilmari Má Arasyni skólstjóra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira