Valgerður Stefánsdóttir, félagsforingi Skátafélags Akraness.

„Skátar gera miklu meira en að hnýta hnúta“

Valgerður Stefánsdóttir var átta ára þegar hún byrjaði í skátunum og sótti þá samviskusamlega fundi einu sinni í viku. Hún hefur óslitið verið skáti síðan þá. Síðan í febrúar hefur hún gegnt stöðu félagsforingja Skátafélags Akraness, aðeins tuttugu og sex ára gömul. Hún segir skátastarfið fjölbreytt og að það hafi víkkað út sjóndeildarhring hennar svo um munar. „Skátar gera miklu meira en að hnýta hnúta,“ segir hún hlæjandi þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hana á vinnustað hennar, leikskólanum Akraseli, þar sem hún starfar sem leiðbeinandi. „Það þarf svolítið að breyta sýn almennings á skátana. Skátarnir eru fyrir alla og það geta allir gert eitthvað.“ Skátastarfið á Akranesi stendur þó á tímamótum núna, þar sem núverandi húsnæði á Háholti þarfnast verulegra lagfæringa í nánustu framtíð. „Við getum notað húsnæðið eitthvað áfram, en við horfum ekki þangað í framtíðinni eins og ástandið er núna.“

 

Nánar er rætt við Valgerði um skátastarfið á Akranesi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira