Ljósm. úr safni/ Skallagrímur.

Skallagrímur í dauðafæri til að fara upp um deild

Skallagrímur mætir Álftanesi í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram á Bessastaðavelli kl. 17:00.

Fyrri leik liðanna í Borgarnesi lauk með 3-2 sigri Skallagríms og Borgnesingar í vænlegri stöðu til að tryggja sér sæti í 3. deild að ári. Þrjú lið fara upp úr 4. deild í þetta skiptið; liðin tvö sem tryggja sér sæti í úrslitaleiknum og liðið sem sigrar leikinn um þriðja sætið.

Með sigri í kvöld gulltryggja Skallagrímsmenn sér sæti í 3. deild, en vegna 3-2 sigurs í fyrri leiknum gegn Álftanesi fara Borgnesingar áfram þó leiknum lykti með jafntefli og jafnvel eins marks tapi, en þá þurfa Skallagrímsmenn að skora að minnsta kosti tvö mörk því Álftnesingar skoruðu tvö á útivelli í fyrri leik liðanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira