Opinn fundur SA í Grundarfirði á morgun

Á næsta ári verður samið um lífskjör Íslendinga í fjölda kjarasamninga. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði og ræða svigrúm til launahækkana næstu árin á fjölda opinna funda hringinn í kringum landið næstu vikurnar. Á morgun, fimmtudaginn 13. september verður haldinn fyrsti opni fundurinn og fer hann fram í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Hefst hann klukkan 12:00 og áætlað að hann standi til kl. 13:30. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á létta hádegishressingu.

Hægt er að skrá þátttöku á fundinn í Grundarfirði með að ýta hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira