Mjólkurhúsið í Ólafsdal. Ljósm. Rögnvaldur Guðmundsson.

Mjólkurhúsið risið í Ólafsdal

Í síðustu viku var lögð lokahönd á ytra byrði mjólkurhússins í Ólafsdal. Múrarar unnu að því steypa ofan á hlaðna veggi hússins í sumar og í kringum síðustu mánaðamót var unnið í þakinu; það smíðað og síðan klætt. Skólahúsið í Ólafsdal hefur þannig fengið félagsskap á ný eftir 25 ára einsemd, eins og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins, komst að orði þegar verkinu var lokið. Hann er að vonum ánægður með hvernig til tókst. „Ég er hæstánægður með þetta og mjög ánægður með vinnubrögð Minjaverndar og samsatrfið við þá og alla sem að þessu hafa komið,“ segir Rögnvaldur í samtali við Skessuhorn.

Endurbygging Minjaverndar á mjólkurhúsinu í Ólafsdal er hluti af uppbyggingu fyrirtækisins í dalnum. „Í bígerð er að fara í áhaldahús niðri í barðinu í Ólafdal og í framhaldi af því verður farið að skoða fjósið og fleira. Það skýrist á næstu mánuðum hvernig forgangsröðunin verður,“ segir hann. „Á næsta ári fer síðan hraðinn og tempóið í uppbyggingunni að aukast og næstu tvö til þrjú ár verður allt komið á fullt og mikið um að vera á staðnum. Þannig að það eru spennandi tímar framundan,“ bætir hann við. „Eftir svona fimm ár held ég að Ólafsdalur verði orðinn einn aðal ferðamannastaðurinn á svæðinu,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson að endingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir