Malbikað í Borgarnesi í dag

Í dag ráðgerir Vegagerðin að malbika báðar akreinar Borgarbrautar í Borgarnesi, allt frá gatnamótum Hringvegar og Borgarbrautar og í átt að höfninni. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli klukkan 09:00 og 22:00. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira