Hækka niðurgreiðslur vegna dagvistunar

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna fjölbura. Foreldrar sem vista börn sín í 4-8 klukkustundir á dag fá hæst í niðurgreiðslu um 55.000 krónur. Foreldrar fjölbura sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir á dag fá hæst niðurgreiðslu um 63.000 krónur fyrir eitt barn, en vegna næsta barns tekur niðurgreiðslan mið af dvalar- og matargjaldi barns á leikskóla með systkinaafslætti fyrir átta tíma vistun. Starfsárið 2018-2019 eru niðurgreiðslur fyrir annað fjölburabarn 100.000 krónur og hlutfallslega sama á við þriðja fjölburabarnið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira