Eyjafénu safnað og siglt með í land

Þegar flestir bændur landsins halda til fjalla og smala fé þá halda eyjabændur til hafs og heimta fé í eyjum og hólmum. Síðastliðinn laugardag héldu breiðfirskir eyjabændur út í einar sjö eyjar til að heimta fé úr sumarbeitinni. Farið var í blíðskaparveðri og gekk ferðin að óskum.

Að sögn kunnugra hefur þessi háttur verið viðhafður í aldir og líklega frá landnámi. Eyjarnar sem farið var í eru Sellátur, Gimburey, Vaðstakksey, Seley, Fagurey og Akureyjar.

Sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari fór með eyjabændum að sækja fé á laugardaginn. Fleiri myndir sem Sumarliði tók í ferðinni má sjá í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir