Berglind Helga ráðin persónuverndarfulltrúi

Berglind Helga Jóhannsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi hjá Akraneskaupstað. Berglind Helga lauk B.Sc. prófi í lögfræði frá Syddansk Universitet í Óðinsvéum í Danmörku og síðar meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að Berglind hafi fjölbreytta reynslu af lögfræðistörfum, meðal annars af lögfræðisviði Landsbankans og sem ritari fagráðs bankans. Hún gegndi einnig starfi löglærðs fulltrúa hjá Sýslumanninum á Akranesi, sem síðar varð Sýslumaðurinn á Vesturlandi.

Alls sóttur 12 um starfið, en þrír drógu umsókn sína til baka. Berglind Helga hóf störf 10. september síðastliðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira