Sigurður Kristjónsson, sem er heimilismaður á Jaðri, afhendir Ingu Jónu Kristinsdóttir gjafirnar. Ljósm. af.

Jaðri færðar veglegar gjafir

Það var hátíðleg stund á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík síðastliðinn föstudag þegar félög og fyrirtæki í Snæfellsbæ gáfu heimilinu tvö þrekhól.

Ásbjörn Óttarsson lýsti aðdraganda þess að hjólin voru keypt og sagði meðal annars að síðastliðinn áratug hafi verið haldin kútmagakvöld einu sinni á ári í Röst á Hellissandi og allur hagnaður hafi verið lagður inn á bók. Þegar upphæðin var kominn í 500 þúsund krónur var farið að huga að gjöfum og ákveðið að nota peningana i að kaupa þrekhjól fyrir Jaðar. Þegar að því kom reyndust tækin vera í dýrari kantinum og því hafi verið rætt við forsvarsmenn fyrirtækja og félaga í Snæfellsbæ um að styrkja verkefnið enn frekar. Hafi allir þeir sem talað var við tekið jákvætt í það. Þrekhjólin eru af bestu gerð og er vonast til að þau komi heimilisfólki að góðum notum, að sögn Ásbjarnar.

Síðan afhenti Sigurður Kristjónsson fyrrum skipstjóri og útgerðamaður, sem var einn af upphafsmönnum kútmagakvöldsins, Ingu Jóhönnu Kristinsdóttir forstöðukonu Jaðars hjólin að gjöf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hús flutt að Langasandi

Á síðasta fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar var samþykkt að ganga frá kaupum á færanlegu mannvirki sem þjóna mun sem starfsmannaaðstaða og... Lesa meira

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira

Loka fleiri vegum

Vegagerðin undirbýr nú að loka veginum við Hafnarfjall. Þar er bálhvasst, staðvindur um 24 m/sek og í hviðum 38 m/sek.... Lesa meira