Benedikt Lárusson og Guðni Sumarliðason með Kristmundarbikarinn. Ljósm. sk.

Keppt var um Kristmundarbikarinn á laugardag

Keppt var um Kristmundarbikarinn í golfi í Grundarfirði á laugardaginn. Mótið er minningarmót um Kristmund Harðarson, sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Mótið var opið punktamót og spilaður var betri bolti. Þátttaka var góð í mótinu, frábært golfveður, glæsilegar veitingar og síðan var grillað ofan í kylfinga að móti loknu. Fór svo að lokum að Benedikt Lárus Gunnarsson og Guðni Sumarliðason sigruðu og hömpuðu því Kristmundarbikarnum góða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir