Rekstur ofan við Fornahvamm. Ljósm. úr safni Guðmundur Jóhannsson.

Fjárrekstur í Norðurárdal í dag

Vegagerðin  bendir á að vegna fjárrekstrar verða umferðartafir á hringveginum á móts við Fornahvamm í Norðurárdal síðdegis í dag á milli klukkan 17:00 og 20:00. Göngur eru nú hafnar á Holtavörðuheiði, Snjófjöllum og svæðinu vestan við veginn og þarf safnið að þvera þjóðveginn á ferð þess í Þverárrétt, þar sem réttað verður á sunnudag og mánudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira