Systurnar Sigríður og Ásrún Magnúsdætur úr Borgarnesi eru að gefa út sína fyrstu barnabók.

Systur frá Borgarnesi gefa út sína fyrstu barnabók

Systurnar Ásrún og Sigríður Magnúsdætur hafa sameinað hæfileika sína og krafta og eru nú að gefa út sína fyrstu barnabók, Korkusögur, sem væntanleg er í verslanir nú í byrjun september. “Við systurnar höfum alltaf verið samrýmdar og höfum mjög gaman af því að vinna verkefni saman. Sigga er mjög fær listakona en ég er meira lunkin við textasmíði. Okkur fannst því upplagt að tengja saman þessa hæfileika og búa til barnabók, skrifaða og skreytta af okkur,” segir Ásrún í samtali við Skessuhorn. Systurnar segja ástæðuna fyrir því að skrifa barnabók tvíþætta; í fyrsta lagi segja þær oft skorta á þennan markað vandaðar og fallegar bækur og í öðru lagi vegna þess að dóttir Sigríðar, eða Siggu eins og hún er kölluð, varð þeim mikill innblástur við skrif bókarinnar.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir