Eldur kviknaði í smáhýsi á Hvalfjarðarströnd

Á þriðja tímanum í dag var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út vegna elds í smáhýsi sem stendur skammt norðan við gamla íbúðarhúsið á Brekku á Hvalfjarðarströnd. Eldurinn hafði kviknað út frá gasi sem notað var við eldamennsku. Náði eldurinn að læsa sig í vegg hússins, sem er bjálkahús, og voru skemmdir fremur litlar. Slökkvistarf tók því skamma stund. Tvennt var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Var fólkinu brugðið en slasaðist ekki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir