Þessi mynd var tekin um 1995 þegar viðgerð á kirkjunni og málun var þá nýlokið. Málari var Jón Svanur Pétursson en kirkjusmiður Aðalsteinn Valdimarsson frá Reykhólum. Gróðurhúsið og matjurtagarðurinn, sem eru nær á myndinni, voru í eigu þáverandi kirkjubænda, Einars Kristinssonar og Sigfríðar Samúelsdóttur.

Gufudalskirkja á tímamótum

Gufudalskirkja verður 110 ára nú í haust. Kirkjan er listasmíð, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni en yfirsmiður var Jón Ólafsson bróðir hans. Ríkissjóður kostaði kirkjusmíðina og átti kirkjuna alla tíð, en hún er nú í eigu og vörslu Minjastofnunar. Efnið í kirkjuna kom tilöggvið og númerað frá Noregi. Tryggvi Pálsson var þá bóndi í Gufudal og Andrés Ólafsson bóndi á Brekku þá formaður Gufudalssóknar. Sóknin náði frá Hjöllum vestur að Kvígindisfirði.

Árin 1890-1906 voru síðustu prestshjónin í Gufudal séra Guðmundur Guðmundsson Húnvetningur og kona hans Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum. Þau fluttust á Ísafjörð 1906. Hann gerðist ritstjóri Skutuls, málgagns Alþýðuflokksins. Þau hjón áttu marga afkomendur sem voru pólitískir frumherjar þjóðarinnar.

 

Kristinn Bergsveinsson skráði

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira