Þessi mynd var tekin um 1995 þegar viðgerð á kirkjunni og málun var þá nýlokið. Málari var Jón Svanur Pétursson en kirkjusmiður Aðalsteinn Valdimarsson frá Reykhólum. Gróðurhúsið og matjurtagarðurinn, sem eru nær á myndinni, voru í eigu þáverandi kirkjubænda, Einars Kristinssonar og Sigfríðar Samúelsdóttur.

Gufudalskirkja á tímamótum

Gufudalskirkja verður 110 ára nú í haust. Kirkjan er listasmíð, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni en yfirsmiður var Jón Ólafsson bróðir hans. Ríkissjóður kostaði kirkjusmíðina og átti kirkjuna alla tíð, en hún er nú í eigu og vörslu Minjastofnunar. Efnið í kirkjuna kom tilöggvið og númerað frá Noregi. Tryggvi Pálsson var þá bóndi í Gufudal og Andrés Ólafsson bóndi á Brekku þá formaður Gufudalssóknar. Sóknin náði frá Hjöllum vestur að Kvígindisfirði.

Árin 1890-1906 voru síðustu prestshjónin í Gufudal séra Guðmundur Guðmundsson Húnvetningur og kona hans Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum. Þau fluttust á Ísafjörð 1906. Hann gerðist ritstjóri Skutuls, málgagns Alþýðuflokksins. Þau hjón áttu marga afkomendur sem voru pólitískir frumherjar þjóðarinnar.

 

Kristinn Bergsveinsson skráði

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira