Hljómsveitin Key to the Highway heiðrar tónlistarmanninn Eric Clapton með tónleikum í Brún í Bæjarsveit. Ljósm. Þórður Helgi Guðjónsson.

„Engar reykvélar, ekkert ljósasjóv og engar dansmeyjar – bara solid rokk“

Hljómsveitin Key to the Highway heldur stórtónleika til heiðurs Eric Clapton í Brún í Bæjarsveit að kvöldi næsta miðvikudags, 22. ágúst. Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 í tilefni af sjötugsafmæli Claptons. Var tímamótunum fagnað með stórtónleikum í Brún. Allar götur síðan hefur sveitið komið fram á ári hverju og heiðrað tónlistarmanninn með hljómleikum.

Hljómsveitina Key to the Highway skipa þeir Ásmundur Svavar Sigurðsson bassaleikari, Gunnar Ringsted gítarleikari, Heiðmar Eyjólfsson söngvari, Jakob Grétar Sigurðsson trymbill, Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og Reynir Hauksson gítarleikari.

Að sögn aðstandenda verða tónleikarnir í Brún næstkomandi miðvikudag þeir veglegustu hingað til. Húsið opnar kl. 20:00 og fyrsta nótan verður slegin stundvíslega klukkustund síðar. Á óræðum tíma á meðan tónleikunum stendur mun landsþekktur leynigestur stíga á svið.

Að vanda er það Eric Clapton félag Borgarfjarðar sem er helsti stuðningsaðili tónleikanna í Brún. „Að venju eru kjororðin þessi; engar reykvélar, ekkert ljósasjóv og engar dansmeyjar – bara solid rokk,“ segir Haukur Júlíusson, einn af aðstandendum tónleikanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira