Á góðviðrisdögum iðar Langisandur af mannlífi

Um leið og veður tók að skána og góðar tveggja stafa tölur fóru að sjást á hitamælunum var fólk mætt á ströndina á Langasandi á Akranesi. Meðfylgjandi mynd tók Áskell Þórisson á einum góðviðrisdegi fyrir skömmu. Heit sturta er á sandinum, hreinlætisaðstaða og næg bílastæði. Þá er í byggingu í flæðarmálinu neðan við stúku Akranesvallar ný laug sem fengið hefur nafnið Guðlaug. Mannvirkið verður tekið í notkun síðsumars. Hér eru stúlkur tvær að leik og í baksýn er Esjan en Svarta perlan nær, blokkin á Sólmundarhöfða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira