Vestlenskir sauðfjárbændur boðaðir til fundar á morgun

Kristján Þór Júlíusson ráðherra landbúnaðarmála hefur boðað fund í Dalabúð Búðardal á morgun, 15. ágúst kl 14:00. Ráðherra vill fá sem flesta sauðfjárbændur til fundar. „Það er landbúnaðarráðherra sem boðar til fundarins ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, formanni samninganefndar ríkisins, og Haraldi Benediktssyni, formanni Samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga,“ segir í fundarboði. Fundurinn í Búðardal er ætlaður fyrir Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu, Félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi og Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði. „Fyrirvarinn á þessum fundi er enginn, en eins og öllum er orðið ljóst er tíminn sem við höfum til að koma með eitthverjar bráðaaðgerðir í sauðfjárræktinni einnig að falla frá okkur. Ég hvet alla sauðfjárbændur til að mæta og endilega komið þessum skilaboðum áleiðis til sem flestra svo þetta fari ekki fram hjá neinum,“ segir í skeyti sem var að berast frá Önnu Berglindi Halldórsdóttur formanns FSD.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira