Sautján sóttu um stöðu sveitarstjóra

Sautján sækjast eftir því að gegna stöðu sveitarstjóra Reykhólahrepps, fimm konur og tólf karlar. Ráðgjafafyrirtækið Capacent vinnur núna mat á umsækjendum og mun kalla þá í viðtöl í vikunni, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Stefnt er að því að ráða sveitarstjóra eins fljótt og auðið er. Nýr sveitarstjóri mun taka við starfinu af Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur, sem hefur gegnt því undanfarin átta ár. Þeir sem sækjast eftir starfi sveitarstjóra Reykhólahrepps eru eftirfarandi: Berglind Ólafsdóttir ráðgjafi, Björn S. Lárusson verkefnastjóri, Bragi Þór Thoroddsen lögfræðingur, Glúmur Baldvinsson, M.Sc. í alþjóðasamskiptum, Guðbrandur J. Stefánsson íþróttakennari, Hallur Guðmundsson verkefnastjóri, Ingimundur Einar Grétarsson stjórnsýslufræðingur, Ingunn Einarsdóttir fjármálastjóri, Jón Gunnar Erlingsson matreiðslumeistari, Linda Björk Hávarðardóttir verkefnastjóri, Maria Maack verkefnastjóri, Miguel Martins viðskiptafræðingur, Sigurður Jónsson lögfræðingur, Sveinbjörn Freyr Arnaldsson framkvæmdastjóri, Tryggvi Harðarson verktaki, Þorbjörg Gísladóttir mannauðsstjóri og Þórður Valdimarsson viðskiptafræðingur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira