Frá malbikunarframkvæmdum. Ljósm. Gísli B Árnason

Malbikun á Kjalarnesi í kvöld

Í kvöld er stefnt á að malbika eina akrein til norðurs á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á um 3,5 km kafla á milli Leiðhamra og Sjávarhóla. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 18:00 til 04:00 í nótt. Í gærkvöldi var einnig verið að malbika á svæðinu og mynduðust þá talsverðar bílaraðir. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðið. Þau eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira