Opið hús í Grundarfirði til kynningar á vinnslutillögu aðalskipulags

Mánudaginn 13. ágúst næstkomandi verður opið hús í Samkomuhúsi Grundarfjarðar milli kl. 18 og 21. Þar verður vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar til sýnis og hún kynnt. „Tillagan, sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í maí sl., hefur verið til sýnis á vef skipulagsverkefnisins, www.skipulag.grundarfjordur.is síðan í lok maí sl. og legið frammi á bæjarskrifstofunni. Tillagan er vinnslutillaga og getur átt eftir að taka frekari breytingum. Frestur er til 10. september nk. til að senda inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna,“ segir í tilkynningu.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna en nánari upplýsingar er að finna á www.grundarfjordur.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir