Hér má sjá lónið sem myndaðist strax eftir að berghlaupið varð úr fjallinu. Vatnið fann sér leið niður um farveg Tálma.

Náttúrufyrirbrigði skulu bera nafn

Í framhaldi af náttúruhamförunum í Hítardal í byrjun júlí, þegar berghlaup varð í Fagraskógarfjalli, hefur Örnefnanefnd bent á að hefja þurfi undirbúning að því að gefa hinum nýju náttúrufyrirbærum í náttúrunni nafn, svo sem stöðuvatni ofan skriðunnar og skriðunni sjálfri. Samkvæmt lögum um örnefni er það hlutverk sveitarstjórnar að nýjum náttúrufyrirbærum skuli gefið nafn. Byggðarráð Borgarbyggðar fól því á síðasta fundi sínum Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra að annast framvindu málsins í samvinnu við heimafólk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Slasaðist við Glym

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ungur karlmaður hafði hrasað og dottið illa í... Lesa meira