Keppendur ÍA á Vildbjerg Cup í Danmörku. Ljósm. Knattspyrnufélag ÍA.

Gerðu gott mót í Danmörku

Ungar og efnilegar knattspyrnustúlkur í 3. flokki ÍA kepptu tóku þátt í Vildbjerg Cup í Danmörku dagana 2. til 5. ágúst síðastliðna. Gerðu ÍA stúlkur vel og sneru heim með eitt silfur og eitt brons. U18 ára lið ÍA komst alla leið í undanúrslit en varð þar að játa sig sigrað eftir vítaspyrnukeppni. Þær léku því um þriðja sætið í mótinu og unnu þann leik sannfærandi, 3-1.

U16 lið ÍA hafnaði í 3. sæti í sínum riðli og fór þá áfram í keppni sem kallast Dominous keppnin. Þar þarf lið að vinna til að halda áfarm keppni. Komst liðið alla leið í úrslitaleikinn en þar urðu Skagastúlkur að játa sig sigraðar. Höfnuðu þær því í öðru sæti mótsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir