Skemmtiferðaskip nú í Akraneshöfn

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist að bryggju á Akranesi klukkan 8 í morgun. Um borð eru 264 farþegar. Flestir fóru þeir um borð í vel búna fjallajeppa sem óku áleiðis á Langjökul. Nokkrir gesta spóka sig hins vegar um í veðurblíðunni sem nú er á Akranesi. Þetta sama skip var einnig á ferðinni á Akranesi fyrir rúmu ári síðan og var þá fyrsta skemmtiferðaskipið sem þangað hafði komið.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir