Leystur úr varðhaldi

Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi úrskurð Héraðsdóms Vesturlands þess efnis að maður sem grunaður er um að hafa stungið bróður sinn með hnífi á Akranesi aðfararnótt 23. júlí sl. skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 29. ágúst. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sökum atvika málsins teljist ekki nauðsynlegt, með tilliti til almannahagsmuna, að maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að vera grunaður um að hafa framið brotið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir