Hefja keppni á EM í körfuknattleik U16

Í gærmorgun héldu leikmenn og fylgdarlið í U16 ára landsliði drengja út til Sarajevo í Bosníu þar sem þeir mun leika á Evrópumóti FIBA dagana 9.-18. ágúst. Liðið var á ferðalagi í gær og í dag en eru nú að koma sér fyrir og taka æfingu og hefja svo leik á morgun. Strákarnir okkar leika í riðli með Finnlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu og Kýpur en eftir að honum lýkur verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. Meðal keppenda er einn Borgnesingur; Marinó Þór Sævarsson úr Skallagrími.

Alls eru 24 lið í B-deild Evrópukeppninnar þar sem Ísland tekur þátt. 16 lið leika í A-deild og 10 lið í C-deild og því 50 af 51 evrópulöndum innan FIBA sem taka þátt í U16 keppni drengja í ár. Leikjaplan liðsins í riðlakeppninni er sem hér segir: (allir tímar að neðan að íslenskum tíma. GMT+2 í Bosníu):

 

Ísland-Finnland: Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19:00

Ísland-Pólland: Föstudaginn 10. ágúst kl. 16:45

Ísland-Ungverjaland: Laugardaginn 11. ágúst kl. 16:45

– Frídagur · Sunnudaginn 13. ágúst –

Ísland-Búlgaría: Mánudaginn 13. ágúst kl. 19:00

Ísland-Kýpur: Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 19:00

 

Allir leikir á EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á YouTube-rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Hér er heimasíða keppninnar með beinum útsendingum og lifandi tölfræði: http://www.fiba.basketball/europe/u16b/2018

Líkar þetta

Fleiri fréttir