Hér heyja bændur á Innnesi undir Akrafjalli að morgni mánudags. Ljósm. áþ.

Annir í heyskap um allt Vesturland í síðustu viku

Bændur á vestanverðu landinu hafa ekki átt sjö dagana sæla í sumar. Erfiðlega hefur gengið að heyja fyrir skepnurnar vegna vætutíðar sem verið hefur nær óslitið í júní og júlí. Veður var þó skaplegra í síðustu viku og sólin skein nokkra daga í röð. Bændur um allt Vesturland nýttu tækifærið, slógu tún sín og söfnuðu heyi fyrir skepnurnar. Þar sem blaðamaður ferðaðist um nær endilangann landshlutann síðdegis á föstudag, frá Akranesi að Reykhólum, var á flestöllum bæjum annað hvort flatt á túnum eða verið að heyja. Heyskapur stóð víða yfir fram yfir helgi, þar sem hann hékk þurr. Bændur sem blaðamaður ræddi við búast þó ekki við sérstaklega góðum heyjum, enda grasið orðið úr sér sprottið þegar loksins var hægt að slá það.

Líkar þetta

Fleiri fréttir