Kallabakarí opnar á nýjum stað

Kallabakarí á Akranesi opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum í nýju húsnæði að Innnesvegi 1 kl. 7:00, eða eftir rétta klukkustund.

Bakaríið flytur frá Suðurgötu þar sem það hefur verið starfrækt frá því fyrirtækið var stofnað árið 1967. Brauða- og kökugerðin hefur verið opinbert nafn bakarísins, en í daglegu tali nefnt Kallabakarí. Bræðurnir Alfreð Freyr og Axel Már Karlssynir, ásamt fjölskyldu sinni, hafa ákveðið að endurskíra bakaríiðog heiðra þannig minningu föður síns sem lést í júní á síðasta ári eftir erfið veikindi.

Nýja húsnæði Kallabakarís við Innnesveg er 420 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir um 40 manns í sal, eða nærri þrefalt stærra en það rými sem bakaríið hefur við Suðurgötu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir