Guyon Philips er 25 ára gamall hollenskur framherji. Ljósm. Víkingur Ó.

Víkingur Ó. semur við hollenskan framherja

Knattspyrnudeild Víkings Ó. hefur samið við Guyon Philips um að leika með liði Ólafsvíkinga í 1. deild karla út keppnistímabilið 2018. Frá þessu er greint á Facebook-síðu félagsins.

Guyon er 25 ára gamall og leikur stöðu framherja. Hefur hann einkum leikið í næstefstudeild í heimalandinu Hollandi undanfarin ár. „Við væntum mikils af honum og bjóðum hann velkominn til Ólafsvíkur,“ segir á Facebook-síðu Víkings Ó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir